YNGRI DEILD
18. - 22. júní 2024

Yngri deild er fyrir fiðlu-, víólu- og sellónemendur á aldrinum 8-12 ára. Æskilegt er að nemandinn hafi lokið grunnprófi eða sambærilegu prófi. Nemendum býðst samfelld dagskrá frá kl 9 - 15. 

Innifalið í námskeiðsgjaldi er: 

  • Tæknihóptímar á hverjum degi

  • Daglegir einkatímar  (20 mín)

  • Hóptímar

  • Samspilstímar

  • Hádegismatur ásamt öðrum nemendum og kennurum HIMA

  • Þátttaka í tónleikum; nemendur leika einleik og samspil á tónleikum, bæði í Lækjarskóla og í Hörpu

Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Norðurljósum í Hörpu.

Umsækjendur skulu senda upptöku af einu verki að eigin vali, 3-4 mínútur. Setjið upptökur á streymisíðu, t.d. YouTube og setjið hlekkinn í umsóknina. Ekki er tekið við upptökum sem viðhengi í tölvupósti. Upptakan verður að berast fyrir lok umsóknarfrests, 28. febrúar.

Námskeiðsgjald: 78.000 kr.
Veittur er
10% systkinaafsláttur

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2025

 
 
 

Kennarar í Yngri deild

Gróa Margrét Valdimarsdóttir
er deildarstjóri Yngri deildar HIMA