MIÐDEILD PLÚS
12. - 22. júní 2025
Fyrir 11-15 ára
Námskeiðsgjald. 125.000 kr.
Miðdeild PLÚS er fyrir metnaðarfulla, 11 til 15 ára nemendur á fiðlu, víólu og selló sem vilja sækja lengra námskeið en Miðdeild býður upp á.
Innifalið í námskeiðsgjaldi:
Sjö einkatímar, 45 mínútur hver kennslustund
Fimm kennslustundir í kammerhóp, 45 mínútur hver kennslustund
Spila i einum masterklass
Einn meðleikstími með píanista
Æfingar með strengjasveit (hefst 16. júní)
Hádegismatur ásamt öllum nemendum og kennurum
Æfingaherbergi á hverjum degi og aðstoð við æfingar
Þátttaka í tónleikum; nemendur flytja einleiksverk, kammertónlist og strengjasveitarverk á tónleikum í Hásölum og í Hörpu
Þátttakendur mæta daglega kl 8:00 og fá æfingaherbergi til hádegis. Einkakennsla og kammertónlist fara fram á morgnana. Frá 16. júní eru strengjasveitaræfingar, masterklassar og fleira eftir hádegismatinn. Kennarar miðdeildar eru þeir sömu og í eldri deild. Námskeiðinu lýkur með tónleikum þann 22. júní í Hörpu þar sem nemendur leika kammertónlist og í strengjasveit.
Aðhald er mikið á námskeiðinu en auk þess byggir námskeiðið á að hver nemandi:
Æfi sig sjálfur í 2 klst á dag
Æfi ásamt kammerhópnum sínum í 45 mín. á dag
Spili á tvennum tónleikum – einum einleikstónleikum og einum kammer/strengjasveitartónleikum
Umsækjendur skulu senda upptöku af tveimur ólíkum verkum, minnst 7 mínútur samtals. Setjið upptökur á streymisíðu, t.d. YouTube og setjið hlekkinn í umsóknina. Ekki er tekið við upptökum sem viðhengi í tölvupósti. Upptaka verður að berast fyrir lok umsóknarfrests, 28. febrúar.
Námskeiðsgjald: 125.000 kr.
veittur er 10% systkinaafsláttur
umsóknarfrestur er til 28. febrúar 20245
Kennarar í Mið- og Eldri deild
Fiðla
Ari Þór Vilhjálmsson
Leiðari 2. fiðlu við Israel Philharmonic
Auður Hafsteinsdóttir
Kennari í Menntaskóla í Tónlist og Tónskóla Sigursveins
Guðný Guðmundsdóttir
Heiðursprófessor við Listaháskóla Íslands
Judith Ingólfsson
Prófessor við Peabody Institute, Johns Hopkins University í Baltimore
Sif Margrét Tulinius
Kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskóla Íslands
Sigurbjörn Bernharðsson (Sibbi)
Prófessor í fiðluleik við Oberlin Conservatory
Víóla
Þórunn Ósk Marinósdóttir
Leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Ásdís Valdimarsdóttir
Kennari við Konunglega tónlistarháskólann í Haag
Selló
Mick Sterling
Kennari við Amsterdam Conservatory
Sigurgeir Agnarsson
Leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sigurður Bjarki Gunnarsson
Sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennari við LHÍ
Meðleikarar
Þóra Kristín Gunnarsdóttir
píanóleikari
Vladimir Stoupel
píanóleikari