Vladimir Stoupel er hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Hann hefur komið fram sem einleikari um allan heim, m.a. með Fílharmóníuhljómsveit Berlínar, hljómsveit Konzerthaus Berlin, Sinfóníuhljómsveit bæverska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Berlín, Staatskapelle Weimar, Staatskapelle Mainz, Wheeling Symphony, Lancaster Symphony og Lake Placid Sinfonietta. Hann hefur starfað með hljómsveitarstjórum eins og Christian Thielemann, Michail Jurowski, Leopold Hager, Marek Janowski, Steven Sloane, Stefan Malzew, Patrik Ringborg og Günther Neuhold.
Vladimir Stoupel hefur komið fram á mörgum af þekktustu sviðum heimsins, þar á meðal Berlínarfílharmóníunni, Konzerthaus í Berlín, Avery Fisher Hall í New York, Grosse Musikhalle í Hamborg og Konzerthaus í Dortmund, svo eitthvað sé nefnt. Af hátíðum má nefna hina virtu tónlistarhátíð í Slésvík-Holstein, Piano en Valois (Frakkland), Brandenburgische Sommerkonzerte (Þýskaland), Printemps des Arts í Monte Carlo og Helsinki-hátíðina. Ásamt Judith Ingólfssyni fiðluleikara er hann listrænn stjórnandi og stofnandi alþjóðlegu hátíðarinnar Aigues-Vives en Musiques (Frakklandi) auk listræns stjórnanda alþjóðlegu hátíðarinnar The Last Rose Of Summer í Berlín. Hann hefur leikið inn á fjölmargara hljóðritanir og hlotið tilnefningar og virt verðlaun fyrir.
Vladimir Stoupel stjórnar reglulega kammeróperum í Konzerthaus Berlin og starfar með fjölda hljómsveita og kammerhópa.
Vladimir Stoupel, sem hefur verið franskur ríkisborgari síðan 1985, býr nú í Berlín. Árið 2022 var hann sæmdur frönsku reglunni „Chevalier des Arts et des Lettres“.